Noel Studios ehf.

Trönudalur 5, 260 Njarðvík.
Kt. 510122-2080.
noelstudios@noelstudios.is

s. 8673632


1. Almenn ákvæði 
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.noelstudios.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Noel Studios annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu Noel Studios teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

 „Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið lögaðili, en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga við fyrirtæki og stofnanir. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Noel Studios selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu. Noel Studios býður kaupanda að fá vöruna senda heim til sín.

2. Upplýsingar og verð 

Verð á vefsvæði Noel Studios og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Noel Studios áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Noel Studios mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. 

3. Persónuupplýsingar 

Farið er með allar persónuupplýsingar sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslur. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

4. Aðgangur 

Kaupandi hefur leyfi til að nota Noel Studios og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Noel Studios setur. Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á noelstudios.is. Noel Studios áskilur sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Verði kaupandi uppvís að sviksamlegu athæfi við kaup á noelstudios.is verður það tilkynnt til lögreglu. Noel Studios áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að noelstudios.is ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu.

5. Pöntun og greiðsla 
Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði Noel Studios telst hún bindandi milli aðila. Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu senda á netfang sem gefið var upp við pöntun. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Hægt er að greiða með greiðslukorti, upphæðin er skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager.

6. Afhending 
Í kaupferlinu velur kaupandi sér sendingarleið en sendingar eru afgreiddar innan þriggja virkra daga eftir að greiðsla hefur borist. Viðskiptavinir geta valið um mismunandi sendingarleiðir sem skoða má betur undir afhendingarleiðir á noelstudios.is.

7. Yfirverð á vöru 
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu eða þörf er á ítarlegri leiðbeiningum með vörunni, skal senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti á noelstudios@noelstudios.is. Noel Studios áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 14 daga. 

8. Gallar 
Ef vara er gölluð er Noel Studios skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. Noel Studios mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst sem fyrst frá því að galli uppgötvast.

9. Samningur 
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vefverslunarinnar noelstudios.is. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vefverslunarinnar.

10. Greiðsla 

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

  • Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með kreditkorti.
  • Netgíró
  • Aur

11. Skilaréttur 
Kaupandi sem verslar á noelstudios.is hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan hafi ekkert verið notuð, henni sé skilað í fullkomnu lagi í söluhæfum og upprunalegum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Skilafrestur byrjar að líða frá því að vara er keypt. Reikningskvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir séu ánægðir því hvetjum við viðskiptavini að senda á netfangið noelstudios@noelstudios.is telji þeir að kaupin séu ekki fullnægjandi. Að öðru leyti vísum við til laga nr. 48/2003 um neytendakaup.

12. Eignarréttur 
Seldar vörur eru eign Noel Studios þar til kaupverð er greitt að fullu. Öll afritun myndefnis af noelstudios.is og öðrum miðlum er óheimil. 

13. Annað 
Noel Studios áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu noelstudios.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

14. Ágreiningur 
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjaness skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

15. Gildistími 
Skilmálar þessir gilda frá 1. mars 2021.